Félag lýðheilsufræðinga tók þátt í áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Yfirlýsingin Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,…… Lesa meira
Category: Uncategorized
Aðalfundur og árshátíð Félags lýðheilsufræðinga á Íslandi
Núverandi og verðandi félögum er boðið að koma, funda og fagna með okkur 26.apríl næstkomandi. Endilega skráið þátttöku á eftirfarandi Facebook viðburð: Aðalfundur og árshátið Félags lýðheilsufræðinga 2023 | Facebook
Lýðheilsuspjall eftir dagskrá Norrænu lýðheilsuráðstefnunnar
Við bjóðum félögum og öðrum lýðheilsufræðingum að koma saman og spjalla eftir fyrsta dag Norrænu lýðheilsuráðstefnunnar. Við ætlum að hittast eftir að dagskrá lýkur kl:18:00 mánudaginn 27.júní á Lobby bar Edition hótelsins, staðsett við hlið Hörpu.
Aðalfundur 2022!
Við bjóðum alla núverandi og verðandi félaga velkomna á Aðalfund Félags lýðheilsufræðinga sem verður haldinn kl: 17:00 fimmtudaginn 5.maí næstkomandi.Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Sjálandi að Ránargrund 4, 110 Garðabæ. Eftir að almennum fundarstörfum líkur munum við borða saman og kryfja lýðheilsumál líðandi stundar.Við hlökkum til að sjá ykkur!
Lýðheilsuveisla: Síðasti dagur í snemmskráningu
Við minnum á lýðheilsuveislu sumarsins í Hörpu 28 júní til 2 júlí. Hægt er að greiða fyrir báðar ráðstefnurnar og fá afslátt eða fara á aðra þeirra. Norræna lýðheilsuráðstefnan og Evrópuráðstefnan um Jákvæða sálfræði eiga sameiginlega fleti sem hér gefst frábært tækifæri að kafa í nýjar rannsóknir og aðferðir. Í dag er síðasti dagur til…… Lesa meira