Félag lýðheilsufræðinga á Íslandi
Öflugt félag er mjög mikilvægt í því að stuðla öflugri samvinnu í málefnum lýðheilsu og er samvinna er lykill að árangri.
Lýðheilsufræði er ung grein hér á landi en þrátt fyrir það eru fjölmargir sem þegar starfa að lýðheilsumálum. Það er því mikilvægt að við lýðheilsufræðingar veltum fyrir okkur hvað það er sem við höfum fram að færa, hvað við getum lært af þeim sem fyrir eru og einnig hvernig við komum á þekkingu okkar á framfæri. Öflugt félag er mjög mikilvægt í þessu sambandi því það stuðlar að öflugri samvinnu í málefnum lýðheilsu og samvinna er lykill að árangri.
Þrátt fyrir að félagið væri stofnað af lýðheilsunemum í Háskólanum í Reykjavík var markmiðið frá upphafi að félagið yrði félag allra lýðheilsufræðinga á Íslandi, hvort sem þeir hefðu aflað sér lýðheilsumenntunar hér á landi eða erlendis. Frá stofnun félagsins hafa tvær ráðstefnur verið haldnar, fræðslufundir fyrir félagsmenn og þrjú fréttabréf verið gefin út.
- Yfirstandandi lýðheilsuógn: Áskorun til stjórnvaldaFélag lýðheilsufræðinga tók þátt í áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn… Lesa meira
- Yfirlýsing Félags lýðheilsufræðinga vegna aukins aðgengis að áfengiKomin er upp alvarleg staða í samfélaginu þar sem aukning hefur orðið á aðgengi að áfengi þvert á lýðheilsustefnu (1)… Lesa meira
- Aðalfundur og árshátíð Félags lýðheilsufræðinga á ÍslandiNúverandi og verðandi félögum er boðið að koma, funda og fagna með okkur 26.apríl næstkomandi. Endilega skráið þátttöku á eftirfarandi… Lesa meira
- Lýðheilsuspjall eftir dagskrá Norrænu lýðheilsuráðstefnunnarVið bjóðum félögum og öðrum lýðheilsufræðingum að koma saman og spjalla eftir fyrsta dag Norrænu lýðheilsuráðstefnunnar. Við ætlum að hittast… Lesa meira
- Aðalfundur 2022!Við bjóðum alla núverandi og verðandi félaga velkomna á Aðalfund Félags lýðheilsufræðinga sem verður haldinn kl: 17:00 fimmtudaginn 5.maí næstkomandi.… Lesa meira
Félagið á samfélagsmiðlum
Error: No connected account.
Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.