Félag lýðheilsufræðinga á Íslandi

Öflugt félag er mjög mikilvægt í því að stuðla öflugri samvinnu í málefnum lýðheilsu og er samvinna er lykill að árangri.

Lýðheilsufræði er ung grein hér á landi en þrátt fyrir það eru fjölmargir sem þegar starfa að lýðheilsumálum. Það er því mikilvægt að við lýðheilsufræðingar veltum fyrir okkur hvað það er sem við höfum fram að færa, hvað við getum lært af þeim sem fyrir eru og einnig hvernig við komum á þekkingu okkar á framfæri. Öflugt félag er mjög mikilvægt í þessu sambandi því það stuðlar að öflugri samvinnu í málefnum lýðheilsu og samvinna er lykill að árangri.

Þrátt fyrir að félagið væri stofnað af lýðheilsunemum í Háskólanum í Reykjavík var markmiðið frá upphafi að félagið yrði félag allra lýðheilsufræðinga á Íslandi, hvort sem þeir hefðu aflað sér lýðheilsumenntunar hér á landi eða erlendis. Frá stofnun félagsins hafa tvær ráðstefnur verið haldnar, fræðslufundir fyrir félagsmenn og þrjú fréttabréf verið gefin út.

Félagið á samfélagsmiðlum

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No connected account.

Please go to the Instagram Feed settings page to connect an account.

This message is only visible to admins.
Problem displaying Facebook posts.
Click to show error
Error: Server configuration issue